SFS harma breytingar á grundvelli meints brottkasts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Frumvarpsdrögin veita heimild til rafrænnar vöktunar með löndun afla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30