Ullum bara Guðmundur Steingrímsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Með nokkurri einföldun, og kannski smá ósanngirni — en við skulum leyfa okkur það til dægrastyttingar — má skipta fólki sem tekur þátt í stjórnmálum í tvo hópa. Annars vegar höfum við hófstilltu manneskjurnar sem vilja leita leiða til þess að auka sátt í samfélaginu, virða skoðanir annarra, hafa stjórnmál eðlilegri og leitast við að vera kurteist og yfirvegað. Hins vegar höfum við fólkið sem er sléttsama um kurteisi, lítur á gott opinbert rifrildi sem tækifæri í eigin þágu, vill sem mest fjaðrafok í kringum sjálft sig, talar af meinfýsni um „góða fólkið“ og ber litla sem enga virðingu fyrir skoðunum annarra. Fulltrúar seinni hópsins hafa náð góðu brautargengi í stjórnmálum undanfarið, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem forseti þjóðarinnar eys illsku á Twitter á degi hverjum og lætur alls konar óhróður og fásinnu flakka. Honum er sléttsama um samræðustjórnmál. Þegar ég tók þátt í stjórnmálum einu sinni, á öðrum tíma og í öðru sólkerfi, fór ég í nokkur ár fyrir pólitísku afli sem vildi leitast við að bæta stjórnmálin, auka virðingu, fá öll sjónarmið að borðinu og svo framvegis. Við boðuðum ný stjórnmál. Ég hef hugsað svolítið um það síðan, hvort þetta hafi verið misráðið. Það er sterkur þráður í mér sem myndi, ef ég færi einhvern tímann aftur í stjórnmál — til dæmis á gamals aldri — leggja mun meiri áherslu á góðan skæting. Ég held að góður, kjarnyrtur, harðneskjulegur skætingur sé jafnvel frekar málið.Að byggja sér glerhús Sjáiði til: Óforskammaða popúlistagengið veður uppi. Það var segin saga á þingi, að í hvert sinn sem maður vildi mótmæla oft fáránlegum málflutningi slíks fólks — og það jafnvel sauð á manni út af augljósri óskammfeilni þess (og ég nenni ekki að bæta við „að mínu mati“ eins og maður þurfi alltaf að skeyta sanngjörnum fyrirvara við allt sem maður segir) — þá kom þetta fólk yfirleitt á eftir manni í pontu og spurði með hvolpaaugum og vandlætingartón (sem er athyglisverð blanda): Hva, ætlaðir þú ekki að vera kurteis? Vildir þú ekki ný stjórnmál? Maður var semsagt, með siðbótartali sínu, í raun og veru búinn að reisa sér glerhús og ef maður svo mikið sem lét eitt styggðaryrði falla um aðra, gagnrýndi smá, missti stjórn á skapi, þá var litið svo á að steini hafi verið kastað úr því glerhúsi og allt sprungið. Maður væri þar með pólitískur markleysingi.Albert Einstein rak út úr sér tunguna þegar ljósmyndarar báðu hann um að brosa á 72 ára afmælisdaginn hans, 14. mars árið 1951.Fyrir fólk sem er ekki í glerhúsi — og mun aldrei vera — er þetta ekki vandamál. Það bara rífur kjaft. Kastar steinum í allar áttir. Ekkert smallast. Auðvitað getur kurteist fólk sannfært sig um að einhvern tímann muni hinir ókurteisu, ósanngjörnu og hatrömmu fá makleg málagjöld. Að karmað muni bíta það í rassinn. Aðrir, hinn þögli meirihluti muni líka sjá á endanum hvor er betri. En þannig er það ekki. Það er ekki hægt að stóla á karma eða dóm sögunnar. Spyrjið Hillary Clinton. Karmað kemur yfirleitt til kastanna alltof seint, ef það yfirleitt kemur. Það er ekki að gera neitt fyrir stjórnmálin núna, að óheiðarlegur svikari í pólitík verði óhamingjusamur eftir tuttugu ár þegar hann lítur til baka með barnabörnum sínum og skoðar gjörðir sínar í nýju ljósi. Karma, örlögin, dómur sögunnar, samviskan. Öll þessi fyrirbrigði eru of óáreiðanleg.Mál til komið Fulltrúar frjálslyndra afla í pólitík, og sósíalískra jafnvel, víða um lönd hafa fjallað töluvert um þennan veruleika. Það er skrifað inn í klassíska frjálslyndisstefnu að allir hafi rétt á skoðunum og jafnvel er það trú frjálslyndra stjórnmálamanna að besta niðurstaðan fáist í flókin mál þegar margar skoðanir komi að umræðunni. Það er því frjálslyndum öflum eðlislægt að sýna öðrum virðingu. Það er hins vegar óhætt að segja að öfl sem deila ekki þessari heimssýn, valdsæknari öfl, fasískari jafnvel og ófyrirleitnari, hafi gengið á lagið. Frjálslyndir fá yfir sig fúkyrðaflaum og í stað þess að svara fullum hálsi er reynt að vera yfir svoleiðis hafinn. Það gengur ekki. Það er mál til komið að svara fullum hálsi. Dæmi: Allt er í steik í borgarstjórn núna. Það er eins og minnihlutinn hafi drukkið djöflasýru. Hann gerir mál úr öllu. Rífst og skammast. Markmiðið er kannski þetta: Að skapa sundrungu og óreiðu. Þyrla upp ryki. Það getur tekist, nema eitthvað sé gert. Í miðri deilu um eitthvað smáatriðið ullaði Líf á Mörtu. Það var svosem ekki tilkomumikið. Ég sjálfur á erfitt með að ulla. En í ljósi stöðunnar styð ég þetta ull. Ullum bara. Rífum kjaft. Svörum. Hugsjónirnar eru í húfi. Það þarf að berjast fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Með nokkurri einföldun, og kannski smá ósanngirni — en við skulum leyfa okkur það til dægrastyttingar — má skipta fólki sem tekur þátt í stjórnmálum í tvo hópa. Annars vegar höfum við hófstilltu manneskjurnar sem vilja leita leiða til þess að auka sátt í samfélaginu, virða skoðanir annarra, hafa stjórnmál eðlilegri og leitast við að vera kurteist og yfirvegað. Hins vegar höfum við fólkið sem er sléttsama um kurteisi, lítur á gott opinbert rifrildi sem tækifæri í eigin þágu, vill sem mest fjaðrafok í kringum sjálft sig, talar af meinfýsni um „góða fólkið“ og ber litla sem enga virðingu fyrir skoðunum annarra. Fulltrúar seinni hópsins hafa náð góðu brautargengi í stjórnmálum undanfarið, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem forseti þjóðarinnar eys illsku á Twitter á degi hverjum og lætur alls konar óhróður og fásinnu flakka. Honum er sléttsama um samræðustjórnmál. Þegar ég tók þátt í stjórnmálum einu sinni, á öðrum tíma og í öðru sólkerfi, fór ég í nokkur ár fyrir pólitísku afli sem vildi leitast við að bæta stjórnmálin, auka virðingu, fá öll sjónarmið að borðinu og svo framvegis. Við boðuðum ný stjórnmál. Ég hef hugsað svolítið um það síðan, hvort þetta hafi verið misráðið. Það er sterkur þráður í mér sem myndi, ef ég færi einhvern tímann aftur í stjórnmál — til dæmis á gamals aldri — leggja mun meiri áherslu á góðan skæting. Ég held að góður, kjarnyrtur, harðneskjulegur skætingur sé jafnvel frekar málið.Að byggja sér glerhús Sjáiði til: Óforskammaða popúlistagengið veður uppi. Það var segin saga á þingi, að í hvert sinn sem maður vildi mótmæla oft fáránlegum málflutningi slíks fólks — og það jafnvel sauð á manni út af augljósri óskammfeilni þess (og ég nenni ekki að bæta við „að mínu mati“ eins og maður þurfi alltaf að skeyta sanngjörnum fyrirvara við allt sem maður segir) — þá kom þetta fólk yfirleitt á eftir manni í pontu og spurði með hvolpaaugum og vandlætingartón (sem er athyglisverð blanda): Hva, ætlaðir þú ekki að vera kurteis? Vildir þú ekki ný stjórnmál? Maður var semsagt, með siðbótartali sínu, í raun og veru búinn að reisa sér glerhús og ef maður svo mikið sem lét eitt styggðaryrði falla um aðra, gagnrýndi smá, missti stjórn á skapi, þá var litið svo á að steini hafi verið kastað úr því glerhúsi og allt sprungið. Maður væri þar með pólitískur markleysingi.Albert Einstein rak út úr sér tunguna þegar ljósmyndarar báðu hann um að brosa á 72 ára afmælisdaginn hans, 14. mars árið 1951.Fyrir fólk sem er ekki í glerhúsi — og mun aldrei vera — er þetta ekki vandamál. Það bara rífur kjaft. Kastar steinum í allar áttir. Ekkert smallast. Auðvitað getur kurteist fólk sannfært sig um að einhvern tímann muni hinir ókurteisu, ósanngjörnu og hatrömmu fá makleg málagjöld. Að karmað muni bíta það í rassinn. Aðrir, hinn þögli meirihluti muni líka sjá á endanum hvor er betri. En þannig er það ekki. Það er ekki hægt að stóla á karma eða dóm sögunnar. Spyrjið Hillary Clinton. Karmað kemur yfirleitt til kastanna alltof seint, ef það yfirleitt kemur. Það er ekki að gera neitt fyrir stjórnmálin núna, að óheiðarlegur svikari í pólitík verði óhamingjusamur eftir tuttugu ár þegar hann lítur til baka með barnabörnum sínum og skoðar gjörðir sínar í nýju ljósi. Karma, örlögin, dómur sögunnar, samviskan. Öll þessi fyrirbrigði eru of óáreiðanleg.Mál til komið Fulltrúar frjálslyndra afla í pólitík, og sósíalískra jafnvel, víða um lönd hafa fjallað töluvert um þennan veruleika. Það er skrifað inn í klassíska frjálslyndisstefnu að allir hafi rétt á skoðunum og jafnvel er það trú frjálslyndra stjórnmálamanna að besta niðurstaðan fáist í flókin mál þegar margar skoðanir komi að umræðunni. Það er því frjálslyndum öflum eðlislægt að sýna öðrum virðingu. Það er hins vegar óhætt að segja að öfl sem deila ekki þessari heimssýn, valdsæknari öfl, fasískari jafnvel og ófyrirleitnari, hafi gengið á lagið. Frjálslyndir fá yfir sig fúkyrðaflaum og í stað þess að svara fullum hálsi er reynt að vera yfir svoleiðis hafinn. Það gengur ekki. Það er mál til komið að svara fullum hálsi. Dæmi: Allt er í steik í borgarstjórn núna. Það er eins og minnihlutinn hafi drukkið djöflasýru. Hann gerir mál úr öllu. Rífst og skammast. Markmiðið er kannski þetta: Að skapa sundrungu og óreiðu. Þyrla upp ryki. Það getur tekist, nema eitthvað sé gert. Í miðri deilu um eitthvað smáatriðið ullaði Líf á Mörtu. Það var svosem ekki tilkomumikið. Ég sjálfur á erfitt með að ulla. En í ljósi stöðunnar styð ég þetta ull. Ullum bara. Rífum kjaft. Svörum. Hugsjónirnar eru í húfi. Það þarf að berjast fyrir þeim.
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun