Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Birni Leví finnst laun þingmanna of há. Fréttablaðið/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust. Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira