
Heimur Míu
Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess.
Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af.
Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana.
Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar.
Skoðun

Er veganismi á undanhaldi?
Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar

Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla
Benedikt Már Þorvaldsson skrifar

Geðheilbrigði er mannréttindamál
Svava Arnardóttir skrifar

Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima
Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar

Sniðganga fyrir Palestínu
Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn
Gunnar Axel Axelsson skrifar

Lýðræði í mótvindi
Gunnar Salvarsson skrifar

Orka Breiðafjarðar
Ingólfur Hermannsson skrifar

Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km
Kristján Ingimarsson skrifar

Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið
Vilhjálmur Birgisson skrifar

Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda
Eldur Smári Kristinsson skrifar

Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar
Guðmundur Oddsson skrifar

Eigum við samleið
Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Þjóðarmorð Palestínu
Guðný Gústafsdóttir skrifar

Agaleysi bítur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Ísland boðar mannúð en býður útlegð
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Börnin eru ekki tölur
Bryngeir Valdimarsson skrifar

Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar
Valdimar Víðisson skrifar

Að kveikja á síðustu eldspýtunni
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Grímulaus aðför að landsbyggðinni
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Menningarstríð í borginni
Hildur Björnsdóttir skrifar

Málfrelsið
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Austurland lykilhlekkur í varnarmálum
Ragnar Sigurðsson skrifar

Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands
Snævar Ívarsson skrifar

Fjárfesting í færni
Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu
Hugrún Vignisdóttir skrifar