Kobe Bryant ætlar ekki að spila í BIG3-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 15:30 Kobe Bryant. Vísir/Getty Sterkur orðrómur um mögulega endurkomu Kobe Bryant inn á körfuboltavöllinn átti sér enga stoð í veruleikanum. Orðrómurinn virtist vera að breytast í stórfrétt þegar Jeff Kwatinetz, einn stofnandi BIG3-deildarinnar, sagði blaðamönnum frá því að hann hafi heyrt það frá traustum heimildarmanni að Kobe Bryant ætlaði að spila í BIG3-deildinni á næsta ári. „Þetta gæti verið eitthvað en gæti líka verið ekkert,“ sagði Jeff Kwatinetz meðal annars en hann var fljótur að fá svar. Molly Carter, markaðstjóri Kobe Inc., fjárfestingafyrirtækis Kobe Bryant, var fljót að koma fram og staðfesta að ekkert væri til í þessu. „Hann er örugglega ekki að fara að spila á næsta ári,“ sagði Molly Carter við Brian Mahoney hjá Associated Press.Lakers News: Kobe Inc. Chief Marketing Officer Says Kobe Bryant ‘Definitely’ Not Playing In BIG3 League https://t.co/TACJyjfS1qpic.twitter.com/w3iLfugL1x — Lakers News (@lakers_news) August 21, 2018Það lítur því allt út fyrir það að orð Jeff Kwatinetz hafi verið einhver auglýsingabrella til að vekja athygli á BIG3-deildinni. Það vilja nefnilega margir sjá Kobe Bryant taka svona „Michael Jordan endurkomu“ en flestir væri þó til í að sjá hann við hliðina á LeBron James í Los Angels Lakers liðinu. Michael Jordan snéri aftur og spilaði tvö tímabil með Washington Wizards frá 2001 til 2003. Hann náði því að spila 30 leiki eftir fertugsafmælið sitt. Jordan skorað 22,4 stig að meðaltali í þeim.Kobe Bryant is NOT joining Ice Cube's #BIG3 League, says Kobe Inc. CMO Molly Carter. #Lakershttps://t.co/z5hlD2V4z6 — LakeShow (@LA__LakeShow) August 21, 2018Kobe Bryant heldur upp á fetugsafmælið sitt á morgun, 23. ágúst, en hann lék sinn síðast leik í NBA-deildinni vorið 2016 eftir tuttugu tímabila í deildnni þar sem hann skroað 33.643 stig. Bryant skoraði 60 stig í síðasta NBA-leiknum sínum sem var á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Nokkrar frægar NBA-stjörnur spila í BIG3-deildinni, menn eins og Chauncey Billups, Metta World Peace, Kenyon Martin, Baron Davis, Jermaine O'Neal, Mike Bibby og Amar'e Stoudemire. NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Sterkur orðrómur um mögulega endurkomu Kobe Bryant inn á körfuboltavöllinn átti sér enga stoð í veruleikanum. Orðrómurinn virtist vera að breytast í stórfrétt þegar Jeff Kwatinetz, einn stofnandi BIG3-deildarinnar, sagði blaðamönnum frá því að hann hafi heyrt það frá traustum heimildarmanni að Kobe Bryant ætlaði að spila í BIG3-deildinni á næsta ári. „Þetta gæti verið eitthvað en gæti líka verið ekkert,“ sagði Jeff Kwatinetz meðal annars en hann var fljótur að fá svar. Molly Carter, markaðstjóri Kobe Inc., fjárfestingafyrirtækis Kobe Bryant, var fljót að koma fram og staðfesta að ekkert væri til í þessu. „Hann er örugglega ekki að fara að spila á næsta ári,“ sagði Molly Carter við Brian Mahoney hjá Associated Press.Lakers News: Kobe Inc. Chief Marketing Officer Says Kobe Bryant ‘Definitely’ Not Playing In BIG3 League https://t.co/TACJyjfS1qpic.twitter.com/w3iLfugL1x — Lakers News (@lakers_news) August 21, 2018Það lítur því allt út fyrir það að orð Jeff Kwatinetz hafi verið einhver auglýsingabrella til að vekja athygli á BIG3-deildinni. Það vilja nefnilega margir sjá Kobe Bryant taka svona „Michael Jordan endurkomu“ en flestir væri þó til í að sjá hann við hliðina á LeBron James í Los Angels Lakers liðinu. Michael Jordan snéri aftur og spilaði tvö tímabil með Washington Wizards frá 2001 til 2003. Hann náði því að spila 30 leiki eftir fertugsafmælið sitt. Jordan skorað 22,4 stig að meðaltali í þeim.Kobe Bryant is NOT joining Ice Cube's #BIG3 League, says Kobe Inc. CMO Molly Carter. #Lakershttps://t.co/z5hlD2V4z6 — LakeShow (@LA__LakeShow) August 21, 2018Kobe Bryant heldur upp á fetugsafmælið sitt á morgun, 23. ágúst, en hann lék sinn síðast leik í NBA-deildinni vorið 2016 eftir tuttugu tímabila í deildnni þar sem hann skroað 33.643 stig. Bryant skoraði 60 stig í síðasta NBA-leiknum sínum sem var á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Nokkrar frægar NBA-stjörnur spila í BIG3-deildinni, menn eins og Chauncey Billups, Metta World Peace, Kenyon Martin, Baron Davis, Jermaine O'Neal, Mike Bibby og Amar'e Stoudemire.
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira