Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Donald F. McGahn hefur verið í lögfræðingateymi forsetans í nokkur ár. Hér er hann á leið á fund í Trump Tower eftir kosningarnar 2016. Nordicphots/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira