Kulnun og maraþon Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun