Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 15:09 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann. Veður Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann.
Veður Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira