Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 11:07 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga. Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga.
Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38