Óttast um almenna borgara í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 20:57 Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Vísir/AP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás. Sýrland Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás.
Sýrland Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira