Óttast að malbikaður stígur sé kominn til að vera á Austurvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2018 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og malbikaði vegurinn fyrir neðan sem teygir sig inn á Austurvöll. Fréttablaðið/Ernir „Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
„Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira