Þriggja mánaða þegar Serena komst fyrst í úrslit en mætir nú drottningunni í úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 07:30 Naomi Osaka. Vísir/Getty Serena Williams og Naomi Osaka tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Þetta verður 31. úrslitaleikurinn á risamóti hjá Serenu Williams en sá fyrsti hjá Naomi Osaka. Osaka er meira að segja fyrsta japanska tenniskonan frá upphafi sem kemst í úrslit á risamóti. Naomi Osaka er aðeins tvítug og verður yngsti spilarinn í úrslitum US Open síðan að hin danska Caroline Wozniacki komst þangað nítján ára gömul árið 2009. Þegar Serena Williams komst fyrst í úrslitaleik á risamóti þá var Naomi Osaka aðeins þriggja mánaða gömul.20-year-old Naomi Osaka is the youngest US Open women's finalist since 19-year-old Caroline Wozniacki in 2009. She will face Serena Williams, who made her first Grand Slam appearance when Osaka was 3 months old. pic.twitter.com/jXfDv8lPml — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum á móti hinni lettnesku Anastasija Sevastova og vann örugglega 6-3 og 6-0. Naomi Osaka sló út hina bandarísku Madison Keys 6-2 og 6-4 en Keys átti möguleika á því að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. „Þetta hljómar kannski ekki alltof vel en ég var bara að hugsa: Mig langar svo að mæta Serenu,“ sagði Naomi Osaka um það sem hún var að hugsa í leiknum. En af hverju? „Af því að hún er Serena,“ svaraði Osaka. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að mæta Serenu í úrslitaleik á risamóti,“ sagði Naomi Osaka. Serena Williams hafði ekki náð að klára síðustu tvo undanúrslitaleiki sína á Opna bandaríska mótinu því hún tapaði á móti Roberta Vinci árið 2015 og á móti Karolinu Pliskova árið 2016. Hún missti líka af mótinu í fyrra því hún var þá að eignast dóttur sína Olympia.Serena Williams advances to her 9th US Open final, tied with Chris Evert for most by a woman in the Open Era. She will seek to break a tie with Evert for the most US Open tourney titles in this time when she goes for her 7th on Saturday. pic.twitter.com/mbGdDe7qDQ — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Þetta verður annar úrslitaleikur hennar eftir fæðingu Olympiu en Serena tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í sumar. Nú er hún sigurstrangleg og getur tryggt sér enn einn titilinn aðeins nokkum vikum áður en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt. „Þetta er alveg ótrúlegt. Fyrir einu ári var ég bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu á spítalanum eftir að hafa átt barnið. Ég er því svo þakklát fyrir hvert skipti sem ég stíg út á tennisvöllinn. Það skiptir því engu hvað gerist í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum því mér finnst ég þegar hafa unnið,“ sagði Serena Williams. Serena Williams er nú kominn í sinn níunda úrslitaleik á Opna bandaríska meistaramótinu og jafnar með því met Chris Evert. Hún fær þar tækifæri til að vinna US Open í sjöunda sinn á ferlinum og um leið sitt 24. risamót sem yrði að sjálfsögðu bæting á hennar eigin meti. Tennis Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Serena Williams og Naomi Osaka tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Þetta verður 31. úrslitaleikurinn á risamóti hjá Serenu Williams en sá fyrsti hjá Naomi Osaka. Osaka er meira að segja fyrsta japanska tenniskonan frá upphafi sem kemst í úrslit á risamóti. Naomi Osaka er aðeins tvítug og verður yngsti spilarinn í úrslitum US Open síðan að hin danska Caroline Wozniacki komst þangað nítján ára gömul árið 2009. Þegar Serena Williams komst fyrst í úrslitaleik á risamóti þá var Naomi Osaka aðeins þriggja mánaða gömul.20-year-old Naomi Osaka is the youngest US Open women's finalist since 19-year-old Caroline Wozniacki in 2009. She will face Serena Williams, who made her first Grand Slam appearance when Osaka was 3 months old. pic.twitter.com/jXfDv8lPml — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum á móti hinni lettnesku Anastasija Sevastova og vann örugglega 6-3 og 6-0. Naomi Osaka sló út hina bandarísku Madison Keys 6-2 og 6-4 en Keys átti möguleika á því að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. „Þetta hljómar kannski ekki alltof vel en ég var bara að hugsa: Mig langar svo að mæta Serenu,“ sagði Naomi Osaka um það sem hún var að hugsa í leiknum. En af hverju? „Af því að hún er Serena,“ svaraði Osaka. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að mæta Serenu í úrslitaleik á risamóti,“ sagði Naomi Osaka. Serena Williams hafði ekki náð að klára síðustu tvo undanúrslitaleiki sína á Opna bandaríska mótinu því hún tapaði á móti Roberta Vinci árið 2015 og á móti Karolinu Pliskova árið 2016. Hún missti líka af mótinu í fyrra því hún var þá að eignast dóttur sína Olympia.Serena Williams advances to her 9th US Open final, tied with Chris Evert for most by a woman in the Open Era. She will seek to break a tie with Evert for the most US Open tourney titles in this time when she goes for her 7th on Saturday. pic.twitter.com/mbGdDe7qDQ — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 7, 2018Þetta verður annar úrslitaleikur hennar eftir fæðingu Olympiu en Serena tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í sumar. Nú er hún sigurstrangleg og getur tryggt sér enn einn titilinn aðeins nokkum vikum áður en hún heldur upp á 37 ára afmælið sitt. „Þetta er alveg ótrúlegt. Fyrir einu ári var ég bókstaflega að berjast fyrir lífi mínu á spítalanum eftir að hafa átt barnið. Ég er því svo þakklát fyrir hvert skipti sem ég stíg út á tennisvöllinn. Það skiptir því engu hvað gerist í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum því mér finnst ég þegar hafa unnið,“ sagði Serena Williams. Serena Williams er nú kominn í sinn níunda úrslitaleik á Opna bandaríska meistaramótinu og jafnar með því met Chris Evert. Hún fær þar tækifæri til að vinna US Open í sjöunda sinn á ferlinum og um leið sitt 24. risamót sem yrði að sjálfsögðu bæting á hennar eigin meti.
Tennis Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira