Sport

Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um að­stoð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það hefur enginn unnið til fleiri verðlauna í sögu ÓL en Michael Phelps.
Það hefur enginn unnið til fleiri verðlauna í sögu ÓL en Michael Phelps. vísir/getty

Sundkennsla í Bandaríkjunum er víða ekki upp á marga fiska og ótrúlegur fjöldi Bandaríkjamanna kann ekki að synda.

NFL-stjörnur eru þar ekki undanskildar og sumar þeirra hafa fengið nóg og ætla sér að læra að synda.

Það er mögnuð staðreynd að þriðjungur leikmanna NFL-liðsins Baltimore Ravens er ekki syndur. Úr því skal bæta hið snarasta.

Ósyndir leikmenn liðsins hafa sent út neyðarkall til besta sundmanns allra tíma, Michael Phelps.

Phelps er frá Baltimore og mikill stuðningsmaður Ravens. Verður áhugavert að sjá hvort hann svari beiðni leikmannanna um aðstoð en myndbandið frá þeim má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×