Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2018 06:15 Bolsonaro á framboðsfundinum í gær. vísir/epa Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu. Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu.
Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26