Fótbolti

Næstum því sautján mánuðir síðan Messi var síðast í tapliði í La Liga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Vísir/Getty
Það er gott að vera með einn Lionel Messi í sínu liði og það ætti nú flestir að vita. Messi nálgast nú metið yfir flesta deildarleiki í röð án taps.

Lionel Messi var maðurinn á bak við enn einn sigur Barcelona um síðustu helgi þegar hann skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í 8-2 sigri á SD Huesca.

Messi er þar með kominn með fjögur mörk í fyrstu þremur umferðum spænsku deildarinnar á tímabilinu og Barcelona liðið hefur unnið þá alla.

Barcelona liðið hefur nú spilað 46 leiki í röð í spænsku deildinni án þess að tapa leik þegar Lionel Messi er í liðinu.

Síðasti tapleikur Barcelona í deildinni með Messi kom á móti liði Málaga 8. apríl 2017. Messi og félagar náðu sér ekki á strik og töpuðu 2-0. Síðan eru liðnir sextán mánuðir og 27 dagar eða samtals 514 dagar.

Síðan þá hefur Messi spilað 46 leiki í röð í deildinni án þess að vera í taplið. 37 leikjanna hafa unnist og níu hafa endað með jafntefli.

Í þessum 46 leikjum hefur Messi skorað 48 mörk sjálfur og ennfremur lagt upp 16 önnur mörk fyrir félaga sína.





Lionel Messi er nú farinn að nálgast verulega met Andrés Iniesta frá 2010 til 2011 en Iniesta lék þá 55 deildarleiki í röð án þess að tapa.

Tveir Real Madrid menn frá níunda áratugnum, Emilio Butragueno og Chendo eru líka ennþá fyurir ofan Messi á listanum.

Emilio Butragueno lék 50 deildarleiki í röð frá 1988 til 1989 án þess að tapa og Chendo var ekki í tapliði í 47 deildarleikjum í röð á sama tíma.

Hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræði Lionel Messi í sigurleiknum á móti Huesca sem og tölfræði hans í fyrsti þremur umferðum spænsku deildarinnar.












Tengdar fréttir

Barcelona lenti 1-0 undir en vann svo 8-2

Barcelona gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Huesca, 8-2, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Barcelona er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×