Real kláraði Leganes í síðari hálfleik en grannarnir í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos og Caravajal fagna í kvöld.
Ramos og Caravajal fagna í kvöld. vísir/getty
Real Madrid kláraði Leganes, 4-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld eftir að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik.

Gareth Bale kom Real yfir á sautjándu mínútu og flestir héldu þá að mörkunum myndi rigna hjá heimamönnum.

Gestirnir fengu þó vítaspyrnu sjö mínútum síðar. Á punktinn steig Guido Carrillo og jafnaði metin. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Karim Benzema kom Real í 2-1 á 48. mínútu og þrettán mínútum síðar kom hann Real í 3-1.

Það var svo fyrirliðinn og besti varnarmaður Evrópu á síðustu leiktíð, Sergio Ramos, sem skoraði fjórða og síðasta markið úr vítaspyrnu á 66. mínútu.

Real Madrid er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina en grannar þeirra í Atletico töpuðu óvænt fyrir Celta Vigo, 2-0 á útivelli í dag.

Atletico er einungis með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina en Celta Vigo er með sjö stig af níu mögulegum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira