ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2018 14:29 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar harðlega. visir/eyþór Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika.Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa á aðgerðarlaus Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sendi frá sér fyrir stundu. Gylfi segir ASÍ hefur undanfarin ár gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að þyngja skattbyrði þeirra tekjulægstu stöðugt á sama tíma og þeir tekjuhærri hafa notið skattalækkana. „Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er reyndar skorið á sjálfvirka skattalækkun hinna ríkari, sem er jákvætt, en það er hins vegar dapurlegt að ríkisstjórnin ríghaldi í það fyrirkomulag að þyngja skattbyrði þeirra verst settu með sjálfvirkum hætti. Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa aðgerðarlaus á þessa þróun.“ Kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar Yfirlýsing Gylfa er ávísun á harðan vetur við samningarborðið þegar gengið verður til kjarasamninga, eins og reyndar hefur komið fram oft áður í máli verkalýðsleiðtoga á borð við Sólveigu Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu og Ragnari Þór Ingólfssyni hjá VR, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að Gylfi, sem senn lætur af störfum sem forseti ASÍ, er ekki síður herskár: Húsnæðis- og vaxtabætur eru áfram skertar þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem er á húsnæðismarkaði, að sögn Gylfa. „Sem bitnar verst á þeim sem hafa minnst handa á milli. Það er ánægjulegt að barnabætur hækka skv. frumvarpinu, en á sama tíma er aukið við tekjutengingu á millitekjufólk og jaðarskattar þess hækkaðir með auknum skerðingum. Það eru kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar til ungs fólks sem vill stofna fjölskyldu, koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn.“ Lágtekjufólk á berangri ASÍ hefur að sögn lengi vakið athygli stjórnvalda á því, að þeir sem eru með minnsta menntun eru líklegir til að missa fyrstir vinnuna í fjórðu iðnbyltingunni sem nú bankar á dyrnar. „Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sér þess engan stað að til standi styðja og styrkja lágtekjufólk svo það fái annað tækifæri til náms, þrátt fyrir mikla umræðu í samráðsferli vinnumarkaðarins við stjórnvöld undanfarna mánuði. Þannig er Fræðslusjóður enn einu sinni sveltur.“Kinnroðalaust stillir ríkisstjórnin láglaunafólki með litla menntun í fremstu víglínu andspænis þeim breytingum sem eru yfirvofandi á vinnumarkaði. Hún skilar auðu, segir í yfirlýsingunni. Þó finna megi ýmislegt jákvætt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eins og aukið fé til réttinda launafólks í vinnumarkaðssjóðunum og ýmsa þætti heilbrigðiskerfisins og fleira þá eru „þau atriði sem hér er drepið á eru ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð.“ Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika.Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa á aðgerðarlaus Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sendi frá sér fyrir stundu. Gylfi segir ASÍ hefur undanfarin ár gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að þyngja skattbyrði þeirra tekjulægstu stöðugt á sama tíma og þeir tekjuhærri hafa notið skattalækkana. „Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er reyndar skorið á sjálfvirka skattalækkun hinna ríkari, sem er jákvætt, en það er hins vegar dapurlegt að ríkisstjórnin ríghaldi í það fyrirkomulag að þyngja skattbyrði þeirra verst settu með sjálfvirkum hætti. Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa aðgerðarlaus á þessa þróun.“ Kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar Yfirlýsing Gylfa er ávísun á harðan vetur við samningarborðið þegar gengið verður til kjarasamninga, eins og reyndar hefur komið fram oft áður í máli verkalýðsleiðtoga á borð við Sólveigu Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu og Ragnari Þór Ingólfssyni hjá VR, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að Gylfi, sem senn lætur af störfum sem forseti ASÍ, er ekki síður herskár: Húsnæðis- og vaxtabætur eru áfram skertar þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem er á húsnæðismarkaði, að sögn Gylfa. „Sem bitnar verst á þeim sem hafa minnst handa á milli. Það er ánægjulegt að barnabætur hækka skv. frumvarpinu, en á sama tíma er aukið við tekjutengingu á millitekjufólk og jaðarskattar þess hækkaðir með auknum skerðingum. Það eru kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar til ungs fólks sem vill stofna fjölskyldu, koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn.“ Lágtekjufólk á berangri ASÍ hefur að sögn lengi vakið athygli stjórnvalda á því, að þeir sem eru með minnsta menntun eru líklegir til að missa fyrstir vinnuna í fjórðu iðnbyltingunni sem nú bankar á dyrnar. „Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sér þess engan stað að til standi styðja og styrkja lágtekjufólk svo það fái annað tækifæri til náms, þrátt fyrir mikla umræðu í samráðsferli vinnumarkaðarins við stjórnvöld undanfarna mánuði. Þannig er Fræðslusjóður enn einu sinni sveltur.“Kinnroðalaust stillir ríkisstjórnin láglaunafólki með litla menntun í fremstu víglínu andspænis þeim breytingum sem eru yfirvofandi á vinnumarkaði. Hún skilar auðu, segir í yfirlýsingunni. Þó finna megi ýmislegt jákvætt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eins og aukið fé til réttinda launafólks í vinnumarkaðssjóðunum og ýmsa þætti heilbrigðiskerfisins og fleira þá eru „þau atriði sem hér er drepið á eru ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð.“
Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira