„Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 21:00 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira