Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2018 07:00 Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar er tískuorð íslenskrar stjórnmálaumræðu. Nógu óljós merkimiði til að hægt sé að hengja á flest mál sem manni sjálfum hugnast – og stilla þeim sem andsnúin eru upp sem afturhaldi. Merkimiðinn er líka hengdur á mál sem ekki er endilega víst að njóti almennrar hylli ef þau væru einfaldlega kölluð sínu rétta nafni. Mælingar hafa sýnt það mörg undanfarin ár að mikill meirihluti almennings vill að lögð sé áhersla á uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis. Er það ákall um kerfisbreytingu? Svari hver sem vill. Heilbrigðisráðherra vinnur nú að heildarstefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Það er þarft verk, því fátt snertir okkur meira en heilbrigðiskerfið og það er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. Á sama tíma og ákall er um vönduð vinnubrögð eigum við því að fagna þessari heildarskoðun sem er löngu tímabær. Markmiðið er að svara því hvernig heilbrigðisþjónusta við viljum að sé í boði á Íslandi, hverjir veiti hana og þá hvar, hvenær og ótal fleiri spurningum, til dæmis því hver hlutur sjúklinga á að vera í kostnaði. Einnig á hún að tryggja að þau stórauknu framlög til heilbrigðismála sem ríkisstjórnin stendur fyrir nýtist sem best. Það er ekki að gamni sínu gert að fara í þessa vinnu; fjölmargar skýrslur og greiningar sýna hve brotakennt heilbrigðiskerfið okkar er. Úttekt erlendra spekinga á vegum McKinsey sem skoðuðu Landspítalann 2016 er eitt dæmi. Annað er nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem kallað er eftir að gerðar séu breytingar á kaupum á heilbrigðisþjónustu og þær byggi á heildstæðri stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur stigið það þarfa skref að hefja vinnu við endurmat á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Svandís er að bregðast við skýrum vilja almennings og athugasemdum virtra aðila með því að stefna að kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Ég styð hana í því þarfa verki.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun