Telur kerfið fyrir börn í fíkni- og geðvanda hafa versnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 20:15 Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira