Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2018 19:30 Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00