Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2018 22:30 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands og formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut. Vísir/AFP Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. Borgarstjórnin í Nuuk fagnar samningi við Dani um flugvallauppbyggingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstjórn Grænlands sprakk um síðustu helgi þegar forsætisráðherrann og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, Kim Kielsen, ákvað að skrifa upp á samning við danska forsætisráðherrann um að Danir leggi til tugi milljarða króna til uppbyggingar flugvallakerfis landsins. Einn fjögurra stjórnarflokka yfirgaf stjórnarsamstarfið og efndi til mótmæla og einnig hefur einn þingmanna Siumut lýst yfir andstöðu við samninginn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu flugvallasamninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk í byrjun vikunnar.Mynd/TV-2, Danmörku.Borgarstjórnin í Nuuk, langstærsta sveitarfélaginu, lýsti hins vegar yfir einróma stuðningi við samninginn. Borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, segir hann skapa vonir og jákvæðar væntingar um hagvöxt með aukinni ferðaþjónustu og fleiri menntuðum störfum.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kim Kielsen segist bæði ætla að afla meirihlutastuðnings fyrir flugvallasamningnum á grænlenska þinginu jafnframt því að mynda nýjan meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur á meðan flækt stöðuna með því að kynna nýja og breytta útfærslu á flugvallamálinu, en sú hugmynd hefur hlotið blendin viðbrögð. Mitt í þessari stjórnarkreppu slá grænlenskir fjölmiðlar því upp að ekki náist í Kim Kielsen, hann sé horfinn til fjalla, farinn á hreindýraveiðar, og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir lok næstu viku. Ritari Siumut-flokksins réttlætir þetta með því að Kim sé þannig maður að honum gangi best að hugsa þegar hann sé aleinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15