Madridingar sóttu eitt stig til Bilbao Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2018 20:45 Iker Muniain vísir/getty Real Madrid fataðist flugið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Evrópumeistararnir heimsóttu Athletic Bilbao í fjórðu umferðinni en Real hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína fram að leiknum í kvöld. Iker Muniain kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik og leiddu Bilbæingar í hálfleik. Staðan var 1-0 allt þar til á 63.mínútu þegar Isco jafnaði metin fyrir Madringa og reyndust það úrslit leiksins. Real Madrid missti því toppsætið í hendur Barcelona en Athletic Bilbao er einnig taplaust, þó eftir aðeins þrjá leiki og hafa Bilbæingar aðeins unnið einn en gert tvö jafntefli. Spænski boltinn
Real Madrid fataðist flugið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Evrópumeistararnir heimsóttu Athletic Bilbao í fjórðu umferðinni en Real hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína fram að leiknum í kvöld. Iker Muniain kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik og leiddu Bilbæingar í hálfleik. Staðan var 1-0 allt þar til á 63.mínútu þegar Isco jafnaði metin fyrir Madringa og reyndust það úrslit leiksins. Real Madrid missti því toppsætið í hendur Barcelona en Athletic Bilbao er einnig taplaust, þó eftir aðeins þrjá leiki og hafa Bilbæingar aðeins unnið einn en gert tvö jafntefli.