Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 10:31 Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana. Vísir/AP Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel. Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel.
Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30
Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12
Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32