Paul Pogba hefur oft á tíðum verið gagnrýndur fyrir að hugsa of mikið um útlitið en ekki nógu mikið um fótboltann. Hann var frábær á HM í Rússlandi í sumar og hefur nú sagt að hann hafi viljandi haldið aftur af sér í hárgreiðslunum á meðan HM stóð.
Pogba hefur skartað ýmsum óvenjulegum hárgreiðslum. Hann hefur litað hár sitt blátt, ljóst, klippt stjörnur í það og þar fram eftir götunum.
Pogba segist hafa tekið ráð fyrrum heimsmeistarans Lilian Thuram til sín, að einbeita sér að því sem er að gerast á vellinum.
„Hárgreiðsla kemur ekki í veg fyrir að fólk tali, en það var viljandi að ég gerði ekkert við hárið á mér til þess að láta lítið á mér bera,“ sagði Pogba.
„Þá myndi ég ekki heyra neinar afsakanir út af hárgreiðslunni minni.“
„Við ætlum að einbeita okkur að fótboltanum og tala um það sem gerist þar. Fólk segir að ég sé leiðtogi, ég mun aldrei segja það. Þú þarft að sanna það á vellinum.“
Pogba ákvað að gera ekkert við hárið fyrir HM til að láta lítið fyrir sér fara
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn



„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti


Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn