Vélinni gefið grænt ljós til Kaupmannahafnar eftir að flugfreyjur leituðu á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 22:01 Flugfreyjurnar leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Vísir/Vilhelm Skoðun á flugvél Icelandair, sem kom til landsins frá Edmonton í Kanada snemma í morgun, lauk skömmu eftir lendingu og var vélin send til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Fjórir áhafnarmeðlimir úr Edmontonfluginu leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Hún var tekin úr notkun í morgun, var skoðuð og fór aftur í loftið. Það er bara standard,“ segir Jens. Jens sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að uppákoma sem þessi tengist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Eftir að flugfreyjurnar fjórar leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag var umrædd flugvél því tekin tímabundið úr rekstri. Senda átti flugvélina í Evrópuflug í morgun en það gekk ekki eftir sökum skoðunarinnar, að sögn Jens. Vélin fór þess í stað til Kaupmannahafnar nú síðdegis og var á heimleið nú á ellefta tímanum. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Jens tjáði fréttastofu fyrr í kvöld að atvikið væri þó ekki ósvipað því sem upp kom í sumar. Mannlíf greinir frá því að minnst þrjár flugfreyjur hafi verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Skoðun á flugvél Icelandair, sem kom til landsins frá Edmonton í Kanada snemma í morgun, lauk skömmu eftir lendingu og var vélin send til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Fjórir áhafnarmeðlimir úr Edmontonfluginu leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Hún var tekin úr notkun í morgun, var skoðuð og fór aftur í loftið. Það er bara standard,“ segir Jens. Jens sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að uppákoma sem þessi tengist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Eftir að flugfreyjurnar fjórar leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag var umrædd flugvél því tekin tímabundið úr rekstri. Senda átti flugvélina í Evrópuflug í morgun en það gekk ekki eftir sökum skoðunarinnar, að sögn Jens. Vélin fór þess í stað til Kaupmannahafnar nú síðdegis og var á heimleið nú á ellefta tímanum. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Jens tjáði fréttastofu fyrr í kvöld að atvikið væri þó ekki ósvipað því sem upp kom í sumar. Mannlíf greinir frá því að minnst þrjár flugfreyjur hafi verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28