Eftiráspeki Hörður Ægisson skrifar 28. september 2018 07:00 Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun