Efling þrýstir á samflot með því að skila inn samningsumboði Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 19:00 Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira
Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira