„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2018 12:45 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Lof mér að falla. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga. Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga.
Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00
Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30