Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2018 10:35 Ferðamenn sem koma til Íslands virðast viðkæmir fyrir verðbreytingum. vísir/ernir Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30