Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2018 23:21 60 konur hafa á undanförnum árum stigið fram og sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Getty/Mark Makela Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. Cosby var í apríl fundinn sekur um kynferðisofbeldi en honum var gefið að sök að hafa misnotað þrjár konur kynferðislega eftir að hafa byrlað þeim með þeim afleiðingum að þær misstu meðvitund. Nú standa hins vegar yfir réttarhöld yfir Cosby þar sem ákveðið verður hver refsing hans verður. Saksóknarar í málinu hafa farið fram á að Cosby hljóti dóm á bilinu fimm til tíu ár, en verjendur Cosby segja hann of gamlan og veikburða til þess að hljóta fangelsisdóm, en Cosby er 81 árs gamall. Í stað fangelsisdóms hafa verjendur Cosby lagt til að hann verði dæmdur í stofufangelsi en sækjendur í málinu halda því fram að það myndi mögulega gera Cosby kleift að brjóta aftur af sér, og hafa raunar sagst vissir um að hann myndi gera það ef færi gæfist á slíku. Mál Cosby hefur vakið heimsathygli en 60 konur hafa sakað hann um óviðeigandi hegðun og kynferðisofbeldi en þrettán þeirra segjast hafa verið nauðgað af Cosby. Yrði Cosby dæmdur til þess að sæta fangelsisvist yrði það í fyrsta sinn sem Hollywood-stjarna hlyti fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot síðan #MeToo byltingin hófst. Bill Cosby MeToo Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Réttað yfir Bill Cosby Dómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að réttað skuli yfir leikaranum Bill Cosby vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Hátt í sextíu konur hafa undanfarin misseri stigið fram og ásakað Cosby um að hafa brotið á sér. 26. maí 2016 19:30 „Menn sem nauðga mikið eru ekki svalir“ Judd Apatow er harðorður í garð grínistans Bill Cosby. 29. desember 2014 22:00 Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Bill Cosby dæmdur sekur um nauðgun Cosby, sem er áttræður, gæti átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi. 26. apríl 2018 18:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. Cosby var í apríl fundinn sekur um kynferðisofbeldi en honum var gefið að sök að hafa misnotað þrjár konur kynferðislega eftir að hafa byrlað þeim með þeim afleiðingum að þær misstu meðvitund. Nú standa hins vegar yfir réttarhöld yfir Cosby þar sem ákveðið verður hver refsing hans verður. Saksóknarar í málinu hafa farið fram á að Cosby hljóti dóm á bilinu fimm til tíu ár, en verjendur Cosby segja hann of gamlan og veikburða til þess að hljóta fangelsisdóm, en Cosby er 81 árs gamall. Í stað fangelsisdóms hafa verjendur Cosby lagt til að hann verði dæmdur í stofufangelsi en sækjendur í málinu halda því fram að það myndi mögulega gera Cosby kleift að brjóta aftur af sér, og hafa raunar sagst vissir um að hann myndi gera það ef færi gæfist á slíku. Mál Cosby hefur vakið heimsathygli en 60 konur hafa sakað hann um óviðeigandi hegðun og kynferðisofbeldi en þrettán þeirra segjast hafa verið nauðgað af Cosby. Yrði Cosby dæmdur til þess að sæta fangelsisvist yrði það í fyrsta sinn sem Hollywood-stjarna hlyti fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot síðan #MeToo byltingin hófst.
Bill Cosby MeToo Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Réttað yfir Bill Cosby Dómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að réttað skuli yfir leikaranum Bill Cosby vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Hátt í sextíu konur hafa undanfarin misseri stigið fram og ásakað Cosby um að hafa brotið á sér. 26. maí 2016 19:30 „Menn sem nauðga mikið eru ekki svalir“ Judd Apatow er harðorður í garð grínistans Bill Cosby. 29. desember 2014 22:00 Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Bill Cosby dæmdur sekur um nauðgun Cosby, sem er áttræður, gæti átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi. 26. apríl 2018 18:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Réttað yfir Bill Cosby Dómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að réttað skuli yfir leikaranum Bill Cosby vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Hátt í sextíu konur hafa undanfarin misseri stigið fram og ásakað Cosby um að hafa brotið á sér. 26. maí 2016 19:30
„Menn sem nauðga mikið eru ekki svalir“ Judd Apatow er harðorður í garð grínistans Bill Cosby. 29. desember 2014 22:00
Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48
Bill Cosby dæmdur sekur um nauðgun Cosby, sem er áttræður, gæti átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi. 26. apríl 2018 18:20