Sóknarfæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun