Leggja til að nýr flugvöllur Nuuk verði metnaðarfyllri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2018 20:30 Teikning af Nuuk-flugvelli eftir stækkun á núverandi stað upp í 2.200 metra, eins og grænlensk stjórnvöld hafa stefnt að. GRAFÍK/KALAALIT AIRPORTS. Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45