Túfa: Ætlaði að kveðja Akureyrarvöll með sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. september 2018 17:03 Hvað tekur við hjá Túfa? Vísir/Eyþór „Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00