Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2018 06:00 Laxinn veiddist í Eyjafarðará þann 4. september síðastliðinn. Eldislaxinn sem veiddist í Eyjafjarðará þann 4. september síðastliðinn var kominn áleiðis í hrygningu og líklegt að hrygnan hefði náð að að hrygna í ánni þetta haustið. Þetta segir sérfræðingur og sviðsstjóri í málefnum ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir óþarfa að hafa áhyggjur af eldisfiski. „Þessi hrygna í Eyjafjarðará veiddist um mánaðamótin ágúst- september og var komin áleiðis í þroskun hrogna. Við metum það eftir þroska hrognasekkja. Hefði þessi hrygna ekki veiðst þá er mögulegt að hún hefði getað hrygnt í ánni seint í haust,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er þekkt að fiskar af eldisuppruna hrygni seinna að haustinu en villtur lax. Þá eru til dæmi um að hrygnan róti upp öðrum hrognum á hrygningarstað þar sem aðrir fiskar eru farnir af svæðinu og eru ekki til staðar til að verja sitt.“Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri LF.Einar segir ljóst að þetta hafi ekki áhrif á lífríkið hér við land. Einnig bendir hann á að samkvæmt sérfræðingum í fiskeldi við Háskólann á Hólum sé langlíklegast að fiskur sem sleppi úr sjókvíaeldi drepist áður en hann gengur upp í ár. „Eins og Hafrannsóknastofnun hefur bent á er þetta langt innan allra áhættuviðmiða í útreikningum þeirra. Af þeim 50 til 55 þúsund löxum sem hafa veiðst í íslenskum ám hafa sex laxar komið á land sem mögulega eru úr eldi,“ segir Einar. „Það er lítið brotabrot og ljóst að áhrifin eru ekki merkjanleg á lífríkið. Ég tel að þessar fréttir gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu villta laxastofnsins, öðru nær.“ Vitnar Einar þar til fréttar á vef Hafrannsóknastofnunar þar sem kemur fram að þessi fjöldi eldislaxa í ám sé í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldis. „Við vitum nú með vissu að fjórir eldislaxar hafi veiðst í íslenskum ám í sumar. En einnig eru nokkrir fiskar til rannsóknar hjá okkur sem bera einkenni þess að geta hafa verið í eldi. Því getum við ekki með vissu sagt hversu margir eldislaxar hafi veiðst hér á landi í sumar,“ bætir Guðni við.Eldislax.„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Við munum upplifa þetta í auknum mæli næstu árin að þessir fiskar hrygni og blandist þeim stofni sem fyrir er,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Okkur finnst eldi á frjóum laxi vera algjörlega ábyrgðarlaust gagnvart náttúru landsins og munum krefjast þess að gerð verði erfðagreining til að sjá hvaðan þessir laxar koma. Eyjafjörður er langt frá sjókvíaeldi en reynslutölur frá Noregi segja að strokufiskur geti farið allt að þúsund kílómetra frá sleppistað. Því munum við sjá eldislax um allt land á næstu árum.“Fiskeldi vaxandi iðnaður Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd. Þar eru Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm og Laxar fiskeldi stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greininni vera um 15 milljarða. Sú tala verði komin í 50 milljarða innan fárra ára. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Eldislaxinn sem veiddist í Eyjafjarðará þann 4. september síðastliðinn var kominn áleiðis í hrygningu og líklegt að hrygnan hefði náð að að hrygna í ánni þetta haustið. Þetta segir sérfræðingur og sviðsstjóri í málefnum ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir óþarfa að hafa áhyggjur af eldisfiski. „Þessi hrygna í Eyjafjarðará veiddist um mánaðamótin ágúst- september og var komin áleiðis í þroskun hrogna. Við metum það eftir þroska hrognasekkja. Hefði þessi hrygna ekki veiðst þá er mögulegt að hún hefði getað hrygnt í ánni seint í haust,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er þekkt að fiskar af eldisuppruna hrygni seinna að haustinu en villtur lax. Þá eru til dæmi um að hrygnan róti upp öðrum hrognum á hrygningarstað þar sem aðrir fiskar eru farnir af svæðinu og eru ekki til staðar til að verja sitt.“Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri LF.Einar segir ljóst að þetta hafi ekki áhrif á lífríkið hér við land. Einnig bendir hann á að samkvæmt sérfræðingum í fiskeldi við Háskólann á Hólum sé langlíklegast að fiskur sem sleppi úr sjókvíaeldi drepist áður en hann gengur upp í ár. „Eins og Hafrannsóknastofnun hefur bent á er þetta langt innan allra áhættuviðmiða í útreikningum þeirra. Af þeim 50 til 55 þúsund löxum sem hafa veiðst í íslenskum ám hafa sex laxar komið á land sem mögulega eru úr eldi,“ segir Einar. „Það er lítið brotabrot og ljóst að áhrifin eru ekki merkjanleg á lífríkið. Ég tel að þessar fréttir gefi ekki tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu villta laxastofnsins, öðru nær.“ Vitnar Einar þar til fréttar á vef Hafrannsóknastofnunar þar sem kemur fram að þessi fjöldi eldislaxa í ám sé í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldis. „Við vitum nú með vissu að fjórir eldislaxar hafi veiðst í íslenskum ám í sumar. En einnig eru nokkrir fiskar til rannsóknar hjá okkur sem bera einkenni þess að geta hafa verið í eldi. Því getum við ekki með vissu sagt hversu margir eldislaxar hafi veiðst hér á landi í sumar,“ bætir Guðni við.Eldislax.„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Við munum upplifa þetta í auknum mæli næstu árin að þessir fiskar hrygni og blandist þeim stofni sem fyrir er,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Okkur finnst eldi á frjóum laxi vera algjörlega ábyrgðarlaust gagnvart náttúru landsins og munum krefjast þess að gerð verði erfðagreining til að sjá hvaðan þessir laxar koma. Eyjafjörður er langt frá sjókvíaeldi en reynslutölur frá Noregi segja að strokufiskur geti farið allt að þúsund kílómetra frá sleppistað. Því munum við sjá eldislax um allt land á næstu árum.“Fiskeldi vaxandi iðnaður Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd. Þar eru Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm og Laxar fiskeldi stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greininni vera um 15 milljarða. Sú tala verði komin í 50 milljarða innan fárra ára. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira