Lögmaður Brimborgar kannar möguleg lögbrot af hálfu Kveiks Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 10:31 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans. Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans.
Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26