Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 07:00 Frá fiskeldi í Súgandafirði. NORDIC PHOTOS/GETTY Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22