Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 13:27 Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra sveitastjórnarmála. Vísir/hanna Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan. Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan.
Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22