Tvíburar frá Hofsósi fá milljón krónur á mann í styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 16:40 Styrkþegar með viðurkenningar sínar í dag. Vísir/Vilhelm Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina). Skagafjörður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina).
Skagafjörður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira