Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 12:09 Ingileif er ánægð með útkomuna en þetta er frumraun hennar í íslenskri textagerð. Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira