Það var þann 6. apríl árið 2013 sem Conor fór fyrst í búrið fyrir UFC. Það var á bardagakvöldi sem fram fór í Globen í Stokkhólmi.
Írinn var þá tvöfaldur meistari hjá Cage Warriors bardagasambandinu og mikil spenna hjá UFC fyrir Íranum unga.
Hann sveik ekki í sínum fyrsta bardaga er hann gekk frá Marcus Brimage í fyrstu lotu eins og sjá má hér að neðan. Hann leit svo aldrei til baka og þann 12. nóvember árið 2016 var Conor orðinn tvöfaldur meistari hjá UFC. Sá fyrsti sem nær því hjá bardagasambandinu.
Á laugardag mætir hann síðan Khabib Nurmagomedov sem er sagður vera hans erfiðasti bardagi á ferlinum enda hefur Rússinn sterki aldrei tapað. Bardaginn að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.