Sport

Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þeir horfðust ekki í augu í kvöld en gera það á morgun.
Þeir horfðust ekki í augu í kvöld en gera það á morgun. vísir/getty
Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn.

Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00.

„Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli.

Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti.

„Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur.

Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor.

Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd.

„Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn.

Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari.

„Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi.

„Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“

Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum.

Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib

UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×