Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 19:30 Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar. Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar.
Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30