Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 19:30 Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar. Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar.
Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30