Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2018 11:22 Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hafa Jón Viðar og hans menn lokað fimm húsum sem skilgreinast sem iðnaðarhúsnæði, en töluverður fjöldi fólks bjó í. Þáttur Helga Seljan í gær um íslenskt þrælahald hefur vakið mikil viðbrögð. Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár. Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár.
Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira