Fótbolti

Stjórn Barcelona ósammála um Pogba

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Er Pogba á förum frá United?
Er Pogba á förum frá United? Vísir/Getty
Stjórn Barcelona er ekki sammála um það hvort félagið eigi að reyna að kaupa Paul Pogba í janúar. ESPN greinir frá þessu í dag.

Pogba er sagður vilja fara frá Manchester United og hefur meint ósætti hans og knattspyrnustjórans Jose Mourinho verið áberandi í upphafi tímabilsins.

Pogba varð dýrasti leikmaður heims þegar United keypti hann frá Juventus árið 2016 á 89 milljónir punda. Salan á Neymar frá Barcelona til PSG braut það met ári seinna og er alls ekki ósennilegt að Manchester United vilji fá að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir Pogba.

Forráðamenn Barcelona segjast þó hafa efni á því að fá heimsmeistarann til sín en stjórnin sé klofin þegar kemur að því að ákveða hvort reynt verði við Pogba.

Stjórnarmennirnir eru ekki sammála um hvað Pogba getur gefið liðinu, bæði innan og untan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×