Ástríðan var á svæðinu að Hlíðarenda og fékk Stefán Árni Pálsson aðgang að leikmönnum Vals inni í klefa eftir sigurinn á Keflavík.
Stemningin var ótrúleg og gleðin ríkjandi hjá leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum.
Saman sungu menn lög með Robbie Williams, Oasis og auðvitað stuðningsmannalag ÍBV, eins og Valsmenn gera eftir hvern sigurleik.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.