Nýr Volvo lögreglunnar átti ekkert í þjófa á stolnum Porsche jeppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 11:31 Frá vettvangi glæpsins á Kaffi kjós í nótt. Kaffi Kjós Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu. Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu.
Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira