Thomas hefur átt í mikilli deilu við forráðamenn Seahawks. Hann er á lokasamningsári og vildi ekki æfa né spila fyrr en hans framtíðarmál kæmust á hreint. Seahawks reyndi líka að skipta honum til annars félags en allt kom fyrir ekki.
Thomas er í svipaðri stöðu og LeVeon Bell, hlaupari Steelers sem er ekki enn byrjaður að spila, en ólíkt Bell þá mætti Thomas til leiks eftir að hafa sleppt æfingum framan af. Hann stendur svo með liðinu, tekur áhættu og meiðist illa. Eina sem hann vildi segja á leið sinni af vellinum í síðasta skipti í vetur var þetta að neðan. Puttann beint upp á Seattle.
Earl Thomas leaves game with cast on left leg, flips the bird: https://t.co/592weVpwMfpic.twitter.com/P6IH2NudBl
— Deadspin (@Deadspin) October 1, 2018
Brotið var hreint og engin sködduð liðbönd eða álíka. Hann ætti því að vera klár aftur eftir áramót. Þá verður hann samningslaus og getur fengið sinn stóra samning.