Stærsta ógnin Hörður Ægisson skrifar 19. október 2018 08:21 Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika. Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent. Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár. Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti. Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni. Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna. Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin. Það er erfiður vetur í vændum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika. Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent. Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár. Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti. Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni. Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna. Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin. Það er erfiður vetur í vændum.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun