Stærsta ógnin Hörður Ægisson skrifar 19. október 2018 08:21 Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika. Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent. Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár. Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti. Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni. Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna. Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin. Það er erfiður vetur í vændum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika. Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent. Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár. Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti. Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni. Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna. Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin. Það er erfiður vetur í vændum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun